Fjármögnun fasteigna í Mið Flórida

Fjármögnun fasteigna í Mið Flórida

 

 
TheVikingTeam.com                               Þinn Staður Til Fasteignakaupa í Flórida
 

Nýbyggingar

Eldri hús

Frístundabyggð

Ferðir um Flórida

 Golf og gaman

 Sala eigna

 Fjármögnun

 Góðar krækjur

 

 

Veðlán og fjármögnun fasteigna í Flórida.

 

Það er tiltölulega auðvelt að fá lán til fasteignakaupa í Flórida.  Margir bankar og lánastofnanir keppast um kaupendur af húsum með margskonar gylliboðum og tilboðum.  Einnig bjóða allir byggingaraðilar lán frá sínum lánastofnunum.  Byggingaraðilarnir eru oftast með bestu og öruggustu tilboðin, það er þeir fella niður lántökugjöldin og kostað ef þú notar þeirra lánastofnun og lánin eru yfirleitt með 30 ára jöfnum afborgunum.

 

 Ekki leggja fjárfestinguna að veði.Það er margs að gæta við lántökuna og við spilum ekki áhættuspil með fjárfestingar okkar, þess vegna ráðleggjum við öllum að kynna sér hvað er í boði og hvaða skilmálar eru fyrir veðláninu.  Við fundum þessa heimasíðu sem útskýrir allt um veðlánin hérna í Flórida, fylgdu þessari slóð og smelltu á tengilinn: www.mtgprofessor.com  Á þessari heimasíðu getur þú: Undirbúið þig fyrir lántöku, fundið öruggt lánafyritæki, lært um veðlánin, metið þau lán sem þér býðst og haft samband við Jack M. Guttetag Professor.

 

Eifaldur lánareiknir fyrir Jafngreiðslulán.Að sækja um lán.

Ákveðið ferli fer af stað þegar þú sækir um lán í  Flórida.  Fyrst reynir lánveitandinn að greina hvernig greiðandi þú ert og hversu mikil áhætta er að lána þér peninga fyrir eigninni.  Þá greinir hann hvort eignin verði þitt lögheimili eða hvort um sé að ræða annað heimili eða hreina fjárfestingu (t.d. frístundaheimili).  Í þriðja lagi þarf að ákveða lengd lánsins, t.d. 15 ár eða 30 ár og síðan vaxtakjörin sem geta verið breytilegt eða fastir vextir.

 

Því meira sem þú leggur af eigin fé til fjármögnun eignarinnar því minna þarf af gögnum með lánsumsókninni.  Ef útborgun þín er einungis 10% þá þarft þú að sýna lánastofnunninni, skattskýrslur, bankayfirlit, yfirlit yfir önnur lán og eignir ásamt greiðslukortayfirlitum.  Ef þú greiðir 30% eða meira út í eigninni þá fækkar gögnum umtalsvert og til skamms tíma þufrti einungis að sanna hver þú værit til þess að fá 70% eða minna lán.

 

Hafðu samban og við svörum spurningum þínum!

 

Ef þú villt að við aðstoðum þig við að finna lán fyrir þig eða ef þú hefur spurningu sem þú þarft svar við, smelltu þá á tréð og fylltu út eyðublaðið.