Nýbyggingar í Mið Flórida

Nýbyggingar í Mið Flórida

 

 
TheVikingTeam.com                                  Þinn Staður Til Fasteignakaupa í Flórida
 

Nýbyggingar

Eldri hús

Frístundabyggð

Ferðir um Flórida

 Golf og gaman

 Sala eigna

 Fjármögnun

 Góðar krækjur

 

 

Nýbyggingar.

Það eru ótal mörg hverfi í byggingu í mið Flórida og að gera grein fyrir þeim öllum hérna, yrði til þess að æra óstöðugan.  Tilgangurinn er að reyna að sýna möguleikana og dæmi um hvað er í boði.  Munum við leitast við að sýna þér þversnið af markaðnum.  Fyrst tökum við nokkur dæmi um hverfi sem leyfa skammtímaleigu og síðan nokkur hverfi sem ekki leyfa skammtímaleigu.  Flest hverfin eru útbúin með sundlaug, æfingasal, tennisvelli, leikvelli og mörg þeirra eru við golfvelli.  Ef það er ætlun þín að búa hér hluta úr ári og síðan leigja húsið þess á milli sem frístundahúsnæði, þá verður að gæta vel að því að það samræmist reglunum sem gilda í hverfunum.

Hverfi sem leyfa skammtímaleigu.

Bella vida Resort er hverfi sem sækir sitt yfirbragð og hönnun til Miðjarðarhafsins og Ítalíu.  Hverfið samanstendur af lúxus einbýlis- og raðhúsum sem eru umkringd af náttúruverndarsvæðum og vötnum.  Með flísalögðum þökum og glaðlegum litum minnir hverfið óneitanlega á bæi við Miðjarðarhafið.

Watersong hverfið kemur manni á óvart á margan hátt, með sínum náttúrulega gróðri sem hefur róandi áhrif á sálarlífið og lætur mann gleyma daglega stressinu og amstrinu.  Hverfið er staðsett nálægt Skemmtigörðunum, frábærum gólfvöllum, verslunarkjörnum og með auðveldan aðgang að hraðbrautunum.  Þegar komið er í gegnum vakthliðið, blasir við fallegur gróður, stórt klúbbhús, sundlaug og hús sem byggð eru í suðrænum stranda stíl.  Í hverfinu eru eingöngu einbýlishús.

Encantada Resort er staðsett handan við hornið frá hliðunum að Walt Disney skemmtigörðunum og örstutt frá öðrum skemmtigörum á Orlando svæðinu.  Hverfið samanstendur af rúmgóðum raðhúsum, þannig að þú getur breytt úr þér í fríinu þínu.  Í hverfinu er stórt klúbbhús með kaffistofu, leikjasal, æfingasal, leiksvæði og fleirru.

The Isles af Cay Commons er blokkahverfi með 320 lúxus íbúðum, yfirbragð hönnunar kemur frá Tuscany, með fimm mismunandi gerðum af íbúðum sem eru hlaðnar af búnaði sem gerir lífið þægilegra.  Staðsetningin er líka frábær, örstutt í alla skemmtigarðana eins og Sea World, Universal og Disney. Florida Mall, Millenia Mall, IKEA, Bells Factory Outlet og fleirri góðar verslanir er örstutt frá hverfinu.

The Bayshore at Vista Cay er raðhúsahverfi með sama yfirbragði og The Isles at Cay Commons og staðsett við hliðina á því.  Hverfin eru staðsett við Universal Boulevard. Hverfin eru byggð við vatnið Lake Cay og er með klúbbhús, sundlaug, æfingasal, leiksvæði og fleirru.                                                                               

The Montery at Vista Cay er blokkahverfi með stórum lúxus íbúðum.  Hverfið er með sama yfirbragði og The Bayshor og The Isles sem minnst er á hér að ofan.  Þetta er ein besta staðsetningin á frístundahúsnæði á Orlando svæðinu og að ekki sé minnst á hversu stutt er á marga frábæra gólfvelli frá hverfunum.

 

Reunion er hverfi þar sem aðeins það besta er nógu gott.  Til að byrja með státar hverfið af þremur 18 holu golfvöllum, hönnuðum af meisturunum sjálfum: Arnold Palmer, Tom Watson og Jack Nicklaus.  Einnig er þar tvö stór klúbbhús og síðan verða byggð þar hesthús og reiðgötur.  Fyrir börnin er vatnaskemmtigarður og síðan hægt að stunda böðin og tækjasalinn.  Það er einstök lífsreynsla að búa í Reunion, hverfi sem er fullt af veitingastöðum, verslunum, listigörðum, leiktækjum, gólfvöllum og fleirru.

Bella Collina er nýtt lúxushverfi sem er veriða að byggja við Lake Apopka, um 25 mínútna akstur í vestur frá miðbæ Orlando.  Þetta er lokað hverfi með rétt til þess að nota vatnið fyrir báta og til leikja.  Öll húsin verða sérbyggð fyrir nýja eigendur og er hægt að velja um margar gerðir húsa sem öll eru í Miðjarðarhafs stíl.  Hverfið verður með einka golfvöll, klúbbhús og listigarða.

Quail West er einka sumarleyfisklúbbur í Naples.  Þar fer fram endurreisn þjónustunnar, hvort sem er í matsalnum, við sundlaugina, á golfvellinum eða í nuddi þá er þjónustan einstök.  36 holu keppnis golfvöllurinn er hannaður af Arthur Hill, klúbbhúsið er 5.700 fermetra, tennisvellirnir eru með rauðum leir og listigarðar um allt.  Að telja upp alla kosti Quale West er of langt fyrir þessa umfjöllun.